
Fermingarfræðsla Fríkirkjunnar í Reykjavík hefst 12. ágúst
Fermingarfræðsla ungmenna, sem fædd eru árið 2011 og fermast munu árið 2025, hefst mánudaginn 12. ágúst og stendur til og með 16. ágúst.
Fermingarfræðsla verður einnig einu sinni í mánuði yfir vetrartímann fram að fermingum.
Skráning í fræðsluna fer fram á póstfangi kirkjunnar: frikirkjan@frikirkjan.is
(Nafn heimilisfang og kennitala ungmennis sem og símanúmer hjá foreldri)
Nánar um fermingar má sjá í eftirfarandi slóð: https://frikirkjan.is/wp/fermingar-2025/
Helstu kostir fermingarskólans eru:
- Samþjöppuð kennsla – minni röskun yfir veturinn.
- Aðrir valkostir í boði.
- Fermingardagur að eigin vali – þó innan vissra marka.
- Fermingarfræðslan er ykkur kostnaðarlaus.