Dúett fyrir rafbassa og rödd – Hádegistónleikar fimmtudaginn 18. apríl kl.12

Fimmtudaginn, 18. apríl munu Hlynur Sævarsson og Kjalar Martinsson Kollmar flytja sígild íslensk sönglög ásamt jazz lögum fyrir söngrödd og rafbassa.
Tónleikarnir, sem bera yfirskriftina “Dúett fyrir rafbassa og rödd” bjóða upp á einlæga og notalega stemningu sem allir geta notið. Dæmi um lög á efnisskránni eru Spain eftir Chich Corea, Mambó fyrir tíu tær eftir Tómas R. Einarsson, Einhvers staðar einhvern tímann aftur og Leyndarmál sem Dátar gerðu frægt. Hlynur og Kjalar kynntust í námi í Menntaskóla í tónlist og hafa starfað saman í ýmsum verkefnum síðan.
Dúettinn býður upp á einstakt prógram, ferskt og nýtt sem þeir vilja svo gjarnan leyfa fólki að heyra.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.