Best að borða ljóð – Hádegistónleikar fimmtudaginn 4. apríl kl.12

Fimmtudaginn 4. apríl flytja Dagný Björk Guðmundsdóttir, sópran og Aladár Racz, píanóleikari sönglög Jóhanns G. Jóhannssonar við ljóðaflokk Þórarins Eldjárns, Best að borða ljóð.

Flokkurinn inniheldur 17 lög og eru þau flest með mjög komísku ívafi. Markmiði með tónleikunum er að bjóða upp á létta stemmingu og að senda fólk brosandi og hlæjandi inn í daginn.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni við Tjörnina og eru hluti af tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni.
Þeir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir 2.000 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum.