Aðventukvöld Fríkirkjunnar sunnudaginn 17. desember kl.20

Fallegt og ljúft tónlistarkvöld.
Gyrðir Elíasson, rithöfundur og Tómas R. Einarsson tónlistarmaður lesa úr nýútgefnum bókum sínum. Sara Gríms, Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir og Aðalsteinn Ásberg syngja lög úr söngvasveignum Stjörnunni í austri.
Heiða Árnadóttir, söngkona og Gunnar Gunnarsson, píanóleikari flytja lög af nýútgefinni hljómplötu sinni.
Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.
Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni.
Séra Hjörtur Magni og Dr. Sigurvin Lárus prestar Fríkirkjunnar leiða stundina.
Verið öll hjartanlega velkomin.