Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni, hádegistónleikar fimmtudaginn 4. júlí kl.12

Óskar Magnússon gítarleikari leikur verk eftir Giulio, Nuccio og Sergio.
Óskar er að ljúka meistaranámi í klassískum gítarleik í San Francisco.

Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og eru hluti af tónleikaröðinni “Á ljúfum nótum í Fríkirkjunni”.
Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum).

Sjáumst í ljúfu hádegi!