Septembersöngvar, hádegistónleikar fimmtudaginn 21 september kl. 12

Fimmtudaginn 21. september verða fluttir þekktir standardar í hádeginu í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Lögin sem flutt verða eru eftir Cole Porter, Jeremy Kern og Kurt Weil.
Má þá nefna lög eins og September song, The way you look tonight, Night and day og fleiri sígildar perlur.

Flytjendur eru Anna Sigríður Helgadóttir, sópran og Lilja Eggertsdóttir, píanóleikari.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í skemmtilegu hádegi!