Kvöldtónleikar, föstudaginn langa, 14. apríl kl. 20 .

Strengjakvartett og söngvarar frá tónlistardeild Listaháskóla Íslands flytja margvísleg verk til minningar um píslargöngu Jesú Krists.

Flutt verða verk úr Stabat Mater eftir Pergolesi og einnig tríó og einleiksverk eftir J.S. Bach, Telemann og Paganini og Aarvo Pärt.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.