Hádegistónleikar – Miðbæjarkvartettinn, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 12

Fimmtudaginn 2. nóvember mun Miðbæjarkvartettinn flytja nýjar Acapella útsetningar á gömlum og nýjum popp-og dægurlögum.
Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröðinni “Á ljúfum nótum” og fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Flytjendur eru Silja Garðarsdóttir, Sunna Karen Einarsdóttir, Rögnvaldur Konráð Helgason og Bjarmi Hreinsson.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í skemmtilegu hádegi! 🙂