Guðsþjónusta sunnudaginn 12. nóvember kl. 14

Guðsþjónusta sérstaklega helguð minningu látinna og einkum þeirra sem látist hafa á undangengnu ári fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 12. nóvember kl. 14.
Aðstandendum og öllum þeim sem misst hafa er boðið að koma, tendra ljós og eiga friðsæla, íhugunar, bæna- og minningastund í okkar fagra helgidómi.

Sigurbjörn Þorkelsson, ljóðskáld og rithöfundur leiðir stundina
Gunnar Gunnarsson, organisti ásamt Sönghópnum við Tjörnina leiða tónlistina.

VERIÐ ÖLL HJARTANLEGA VELKOMIN!