Á ljúfum nótum, hádegistónleikar fimmtudaginn 5. október kl. 12

Fimmtudaginn 5. október verða fluttar sónötur fyrir fiðlu og píanó í A dúr. Verkin sem flutt verða eru eftir meistarana W.A. Mozart og J. Brahms.
Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröðinni “Á ljúfum nótum” og fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Flytjendur eru Sólveig Steinþórsdóttir, fiðluleikari og Jane Ade Sutarjo, píanóleikari.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í ljúfu hádegi! 🙂