Á ljúfum nótum, hádegistónleikar fimmtudaginn 12. októlber kl. 12

Fimmtudaginn 12. október verða fluttir þekktir djassstandardar og frumsamið efni í bland við framandi möntrur.
Tónleikarnir eru hluti af hádegistónleikaröðinni “Á ljúfum nótum” og fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Djasssveitin Mantra spilar reglulega við messur og á tónleikum í kirkjunni.
Hún er skipuð Aroni Steini Ásbjarnarsyni, Erni Ými Arasyni, Gísla Páli Karlssyni og Gunnari Gunnarssyni.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 kr.
(ath. að ekki er tekið við greiðslukortum)

Sjáumst í ljúfu hádegi! 🙂